Hversu margar fóstureyðingar eru raunverulega framkvæmdar á grundvelli þess að konan ræður yfir líkama sínum?

modirogbarn

 Undanfarið hefur pistill ungrar hugrakkrar konu um reynslu hennar af fóstureyðingum farið um samskiptamiðla á netinu. Pistillinn var birtur undir titlinum „Ég fór í fóstureyðingu – mín saga" og má lesa í heild sinni hérna.  Pistillinn er ekkert gamanmál og fjallar um efni sem er afar viðkvæmt, persónulegt og vekur mikilvægar spurningar um fóstureyðingar og það ferli sem val konunnar um fóstureyðingu byrjar. Það hefur vart verið auðvelt fyrir höfundinn að skrifa og birta pistilinn undir nafni og á hún þakkir skilið fyrir að hafa vakið máls á þessu viðkvæma efni.

"Mér er sama hvort kynið það verður ef barnið er heilbrigt," svara verðandi foreldrar gjarnan þegar þeir eru spurðir um kyn hins ófædda barns og er engin ósk eðlilegri. Foreldrum verður þó ekki alltaf að ósk sinni. Kolbrún Erla og maður hennar, Björn Sveinlaugsson, eiga tvö yndisleg börn, Hildi Maríu sem er sex ára og Daníel sem er þriggja ára. Þau eru bæði fötluð en á ólíkan hátt. Hildur María er fjölfötluð en Daníel er með Downs-heilkenni.

Bryndís Björnsdóttir, listamaður,  bendir í þessari grein á skort á úrræðum fyrir konur sem gengið hafa í gegnum fóstureyðingar.  "Samfélagið virðist betur í stakk búið að gangast við lagalegum forsendum fóstureyðingar en þeim miklu sálrænu flækjum sem hún getur kallað fram".

 

http://visir.is/lif-a-bidstofunni/article/2012705079965

Dr. Sigrún Júlíudóttir prófessor við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands og formaður stjórnar RBF skrifar um hvað fylgir því að að verða foreldri og hversu miklu máli skiptir að foreldrar séu vel undirbúnir áður en barnið fæðist.  Í greininni er einnig fjallað um  námskeiðið "að verða foreldri" sem undirbýr verðandi foreldra fyrir þetta mikilvæga hlutverk, og meðal annars er á döfunni að halda slík námskeið fyrir stúdentapör við Háskóla Íslands. 

Örfrétt í fréttablaðinu frá árinu 2008 um stöðu innlendra ættleiðingarmála.  Þar kemur meðal annars fram að ættleiðingar á Íslandi séu mun fátíðari í dag en áður var, meðal annars vegna tilkomu getnaðarvarna og fóstureyðinga.  Að meðaltali eru eitt til tvö íslensk börn gefin til ættleiðingar á ári.  Yfirleitt er barninu komið fyrir hjá einhverjum sem móðirin þekkir og í samræmi við hennar óskir. 

http://timarit.is/files/9709189.pdf#navpanes=1&;view=FitH&search=%22barn

logo

Viltu skrá þig í samtökin eða verða að liði á einhvern hátt? Sendu okkur tölvupóst á netfangið valkostir@valkostir.is. Öll aðstoð er vel þegin.