Að eignast barn er ein stærsta breyting sem getur orðið í lífi hverrar konu. Nýr kafli er tekinn við, og heilmikil ábyrgð sem fylgir því að vera nýbakað foreldri. Lítil mannvera er komin í heiminn, agnarsmál og bjargarlaus, og hvernig henni reiðir af í lífinu er að miklu leyti háð því hversu vel foreldrum hennar tekst upp í umönnunarhlutverkinu, a.m.k.fyrstu æviárin. Góður undirbúningur, hvað varðar meðgöngu, fæðingu og umönnun ungra barna er því eitthvað sem allir verðandi foreldrar ættu að taka alvarlega. Það fylgir því oftast nær mikil gleði og hamingja að eignast lítið barn, en barn krefst líka mikillar vinnu, ástúðar og tíma. Eitthvað sem ekki má vanmeta, og gott að byrja að undirbúa sig undir þetta stóra hlutverk strax á meðgöngunni.

Meðgangan sjálf getur verið bæði spennandi og undarlegt ferðalag. Nýjar og ókunnar tilfinningar geta látið á sér kræla, hræðsla, óvissa, gleði, spenningur - jafnvel allt í bland. Það er ekkert óeðlilegt við það, sérstaklega ef um ótímabæra þungun er að ræða. Og þá er svo mikilvægt að einhver stuðningur sé til staðar, ef ekki frá maka eða fjölskyldu, að það finnist stuðningsúrræði í samfélaginu. En hvar er þann stuðning að finna? Hér á undirsíðum má finna upplýsingar um bæði fjárhagslegan og félagslegan stuðning sem hægt er að fá frá frjálsum félagasamtökum, sveitarfélögum og stuðningsneti Valkosta. Einnig má finna upplýsingar um hvað kostar að eignast og eiga barn. Þar að auki eru ýmsar aðrar upplýsingar og reynslusögur.

Við í Valkostum óskum enn frekur eftir sjálfboðaliðum sem vilja aðstoða ófrískar konur í erfiðum aðstæðum. Hægt er að senda okkur tölvupóst á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., ef fólk vill leggja starfinu lið. Öll aðstoð er vel þegin.

logo

Viltu skrá þig í samtökin eða verða að liði á einhvern hátt? Sendu okkur tölvupóst á netfangið valkostir@valkostir.is. Öll aðstoð er vel þegin.