Sjónarhóll er ráðgjafamiðstöð fyrir foreldra barna með sérþarfir á Íslandi. Þjónustan felst í ráðgjöf og leiðsögn um úrræði og möguleika í samfélaginu.. Ráðgjafar Sjónarhóls hafa yfirsýn yfir þá þjónustu sem í boði er á vegum ríkis, sveitafélaga og félagasamtaka. Hægt er að panta tíma hjá ráðgjöfum Sjónarhóls í síma 535 1900 eða senda þeim tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Markmið miðstöðvarinnar er að foreldrar barna með sérþarfir njóti jafnréttis og sambærilegra lífskjara á við aðra foreldra og búi við lífsskilyrði sem gera þeim kleift að lifa eðlilegu lífi. Þjónusta Sjónarhóls er endurgjaldslaus.

 

Á Greiningar – og ráðgjafarstöð ríkisins fara fram athuganir og greiningar barna með fatlanir og önnur frávik í taugaþroska. Einnig er þar hægt að fá stuðning, fræðslu og ráðgjöf fyrir fjölskyldur fatlaðra barna. Stöðin er til húsa að Digranesvegi 5, Kópavogi, s: 510-8400. Sjá nánar heimasíðu, www.greining.is.

 

Velferðarsvið Reykjavíkurborgar sér um að veita þjónustu og aðstoð til þeirra sem eru andlega eða líkamlega fatlaðir og fjölskyldna þeirra. Hægt er að fá upplýsingar um möguleika fatlaðra til þjónustu, náms, starfs og tómstundaiðju. Sjá nánar heimasíðu Reykjavíkurborgar, http://www.reykjavik.is/desktopdefault.aspx/tabid-3321/5336_view-646/

Eitt af þeim úrræðum sem fjölskyldur fatlaðra barna geta sótt um er skammtímavistun. Markmiðið með skammtímavistun er að létta álagi af fjölskyldum og stuðla að því að börn geti búið sem lengst í heimahúsum.

Annað úrræði eru stuðningsfjölskyldur. Barn getur dvalið hjá stuðningsfjölskyldu í skamman tíma utan heimilis.
Einnig er hægt að sækja um umönnunarbætur. Sjá www.tr.is

 

Sumarbúðir fyrir fatlaða:

í Reykjadal eru starfræktar sumarbúðir fyrir fatlaða nemendur Klettaskóla frá 5-23 ára. Börnum býðst að koma í 1-2 vikur í senn. Öll aðstaða er til fyrirmyndar. Sundlaug er á staðnum með rennibraut, vaðlaug og tveimur heitum pottum, íþróttahús í fullri stærð sem og körfuboltavellir og völlur fyrir tuðruspark. Stór leikkastali er á svæðinu, sandkassi og rólur. Gert er ráð fyrir að foreldrar greiði svipaða upphæð og foreldrar ófatlaðra barna greiða fyrir sumardvöl í almennum sumarbúðum sjá nánar um sumarbúðirnar á http://www.slf.is/reykjadalur-sumarland/


Önnur þjónusta

Blindrabókasafn Íslands, Digranesvegi 5, Kópavogi, s: 564-4222
Heyrnar- og talmeinastöð Íslands, Háaleitisbraut 1, Reykjavík, s: 581-3855
Sjónstöð Íslands, Hamrahlíð 17, Reykjavík, s: 545-5800
Öryrkjabandalag Íslands, Hátúni 10, s: 530-6700. Veitt er ýmis félagsleg ráðgjöf og þjónusta, svo sem lögfræðiráðgjöf, aðstoð með leiguhúsnæði, atvinnu og starfsþjálfun. Sjá www.obi.is

 

www.benotafraid.net er vefur fyrir foreldra sem hafa fengið greiningu um að eitthvað kunni að vera að ófæddu barni þeirra. Þar er að finna reynslusögur, upplýsingar og hvatningu frá foreldrum sem hafa eignast fötluð börn.

 

www.downsyndromebrochure.com er vefur sem upplýsir um Downs heilkenni bæði fyrir foreldra barna með Downs og einnig fyrir foreldra sem vilja gefa barnið til ættleiðingar.

logo

Viltu skrá þig í samtökin eða verða að liði á einhvern hátt? Sendu okkur tölvupóst á netfangið valkostir@valkostir.is. Öll aðstoð er vel þegin.