Staða þungaðra kvenna getur verið mjög mismunandi. Margar eru í góðri stöðu, hafa tíma, peninga og stuðning frá fjölskyldu og vinum. Sumar konur eru mjög ungar þegar þær verða ófrískar, aðrar skortir peninga eða félagslegan stuðning. Stórfjölskyldan hefur mikið til vikið fyrir kjarnafjölskyldunni sem býr nú útaf fyrir sig og er oft ein og óstudd að reyna að sinna öllu er við kemur heimilinu og börnunum upp á eigin spýtur. Ungar fjölskyldur vantar því oft aðstoð og stuðning. Hér á eftir er samantekt á því helsta sem í boði er á vegum sveitafélaga, frjálsra félagasamtaka, þjóðkirkjunnar og annarra til að styðja við mæður/foreldra í erfiðum aðstæðum. Markmiðið með þessari samantekt er að foreldrar geti nýtt sér þá aðstoð sem í boði er. Samantektin er þó ekki tæmandi.

Fjárhagsaðstoð

Sveitafélögum er skylt að veita fjárhagsaðstoð til framfærslu einstaklinga og fjölskyldna sem ekki geta séð sér og sínum farborða án aðstoðar.

Fjárhagsaðstoð Fjárhagsaðstoð til einstaklings getur verið allt að 174.952 krónur á mánuði og 262.427 á mánuði til hjóna eða fólks í sambúð en heimilishald hefur áhrif á upphæð fjárhagsaðstoðar. Þessar upplýsingar eiga við um íbúa sveitafélagsins Reykjavík og eru samkvæmt uppl. af heimasíðu Reykvíkurborgar í apríl 2015. Öll sveitarfélög greiða fjárhagsaðstoð til þeirra sem þess þurfa.

Vaxtabætur og húsaleigubætur mæta mismunandi kostnaði vegna húsnæðis.

Sum sveitafélög hafa greitt umönnunargreiðslur til foreldra frá því fæðingarorlofi líkur og þar til barn kemst í leikskóla.

Námsstyrkur. Þeir foreldrar sem náð hafa 18 ára aldri og vilja halda áfram í námi en skortir fjárhagslegan stuðning hafa möguleika á að sækja um námsstyrk hjá Reykjavíkurborg. Sótt er um í gegnum þjónustumiðstöðvarnar. Nánari upplýsingar um skilyrði fyrir veitingu námsstyrks og umsóknarferlið er hægt að fá hjá félagsráðgjöfum þjónustumiðstöðvanna.

Hjálparstarf kirkjunnar veitir fjárhagsaðstoð. Sótt er um slíka aðstoð í gegnum sóknarprestinn á hverjum stað.

Ráðgjafarstofa um fjármál heimilanna aðstoðar fjölskyldur við að leysa úr greiðsluerfiðleikum sínum með ráðgjöf og veitir almenna fræðslu um fjármál heimila. Sjá nánar www.rad.is. Ráðgjafarstofan er til húsa á Hverfisgötu 6, 2. hæð, opin kl. 09-12 og 13-15. Tímapantanir / símaráðgjöf: 551-4485.

Félagslegur stuðningur

Margar konur hafa notið góðs af mömmumorgnum sem eru í boði í mörgum kirkjum á Íslandi. Þar geta mæður mætt með börnin sín, myndað tengsl sín á milli, og fengið bæði stuðning og fræðslu auk léttra veitinga. Nánari upplýsingar er hægt að finna á heimasíðum kirknanna.

Hitt húsið Pósthússtræti 3-5, 101 Reykjavík er með samverustundir fyrir unga foreldra á miðvikudögum klukkan 2-4 www.hitthusid.is

Á vef Hjálparstarfs kirkjunnar help.is kemur fram að starfsmenn kirkjunnar vilji hlusta og vera til aðstoðar og bjóða alla velkomna til viðtals hjá prestum, djáknum og félagsráðgjöfum. Skv heimildum okkar er hægt að komast í slík viðtöl ókeypis, en nánari upplýsingar er hægt að finna á www.kirkjan.is

Kvennaathvarfið býður upp á símaráðgjöf allan sólarhringinn, s: 561-1205. Þangað geta konur hringt og fengið stuðning og ráðgjöf. Einnig er hægt að hringja og panta viðtal sem er endurgjaldslaust. Skrifstofa, s: 561-3720. Sjá nánar heimasíðu kvennaathvarfsins, www.kvennaathvarf.is

Meðganga og fæðing

Mæðravernd stendur öllum verðandi mæðrum til boða og er þeim að kostnaðarlausu. Mæðravernd er í höndum ljósmæðra og heimilislækna á heilsugæslustöðvum og samráð er haft við fæðingarlækna ef þörf er á. Markmið með mæðravernd heilsugæslunnar er að stuðla að heilbrigði móður og barns, veita faglega umönnun, stuðning og ráðgjöf, greina áhættuþætti og síðast en ekki síst veita fræðslu um meðgöngu og fæðingu. Sjá nánar: http://www.heilsugaeslan.is/um-heilsugaesluna/thjonusta-a-heilsugaeslustodvum/maedravernd/

Meðgönguvernd er í boði á öllum heilsugæslustöðvum og er konum að kostnaðarlausu. Meðgönguvernd er í höndum ljósmæðra í samvinnu við heilsugæslulækna. Boðið er upp á fjölda skimana í meðgönguverndinni og er tilgangur þessara skimana að athuga hvort eitthvað komi í ljós sem gæti haft áhrif á heilsufar móður eða barns á meðgöngunni. Sjá nánar: http://www.heilsugaeslan.is/um-heilsugaesluna/thjonusta-a-heilsugaeslustodvum/maedravernd/

Fæðingin. Á höfuðborgarsvæðinu eru tvær fæðingardeildir, Hreiðrið og Fæðingardeild 23-A, báðar á Kvennadeild Landspítalans. Hreiðrið er bæði fæðingar- og sængurlegudeild. Þar geta allar heilbrigðar konur sem ganga með eitt barn, fætt eftir 37–42ja vikna eðlilega meðgöngu. Ekki er gert ráð fyrir að kona noti mænurótardeyfingu í fæðingu í Hreiðrinu. Að lokinni eðlilegri fæðingu býðst foreldrum að dvelja með nýfæddu barninu sínu í Hreiðrinu í allt að sólarhring. Eftir heimkomu gefst fjölskyldunni kostur á að fá þjónustu sjálfstætt starfandi ljósmóður fyrstu vikuna heima.

Ljósmæður er mikilvægt heilbrigðisstarfsfólk sem sinnir verðandi mæðrum á meðgöngu, í fæðingu og eftir fæðingu. Þær starfa á heilsugæslum og sjúkrahúsum og sumar starfa sjálfstætt. Á vefsíðunni http://www.ljosmodir.is/ má finna ýtarlegar upplýsingar fyrir verðandi foreldra.

Konur sem íhuga að fæða heima geta fengið frekari upplýsingar hjá sinni ljósmóður í meðgönguverndinni eða hjá Ljósmæðrafélaginu í síma 564 6099. Á heimsíðu Ljósmæðrafélagsins er listi með nöfnum og símanúmerum þeirra ljósmæðra sem sinna fæðingum í heimahúsi. Ljósmæður í meðgönguvernd geta gefið upplýsingar um aðra kosti. Sjá nánar heimasíðu heilsugæslunnar: http://www.heilsugaeslan.is/um-heilsugaesluna/thjonusta-a-heilsugaeslustodvum/maedravernd/

Doula. Doula er sjálfstætt starfandi stuðningsmaður konu fyrir, í og eftir fæðingu. Aðili sem kemur að ferlinu og reynir umfram allt að styðja þarfir konunnar og óskir í tengslum við meðgönguna og fæðinguna. Doula aðstoðar verðandi móður eða foreldra við að undirbúa sig fyrir fæðinguna, líkamlega og andlega og fylgir þeim í gegnum þetta einstaka ferli. Samstarf með doulu er náið og persónulegt og því byggir starf doulu alltaf á trúnaði og trausti. Á heimasíðu doulusamtakanna er hægt að fá nánari upplýsingar um starfandi doulur á Íslandi. Sjá nánar: http://www.doulur.is/

Elena Teuffer er starfandi doula á höfuðborgarsvæðinu og félagi í Valkostum. Hún vill gjarnan verða félaginu að liði með því að aðstoða ófrískar konur í erfiðum aðstæðum í gegnum meðgöngu og fæðingu. Sjá nánar heimasíðu Elenu: http://litlaljosid.is/um_mig Ef kona hefur áhuga á að fá aðstoð frá Elenu, er um að gera að hafa samband við okkur í sjórn félagins á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Við svörum öllum fyrirspurnum eins fljótt og auðið er.

Brjóstagjöf

Ráðgjöf um brjóstagjöf er hægt að fá hjá hjúkrunarfræðingi í mæðraverndinni en á hverri Heilsugæslustöð er ætlunin að hafa brjóstagjafaráðgjafa til að sinna erfiðum málum. Þessi þjónusta var á Landspítalanum en var færð yfir á heilsugæslustöðvar árið 2012, sem skýrir af hverju þjónustan er ekki komin í gang allsstaðar.

Heimasíðan brjostagjof.is er rekin af brjóstagjafarráðgjöfum og er þar að finna yfirgripsmiklar upplýsingar. Þær halda einnig utan um facebook hóp þar sem reglulega koma áhugaverðar greinar og fyrirspurnum er svarað: http://www.facebook.com/groups/50734597108/

Stuðningskonur um brjóstagjöf. Konur sem hafa verið með börn á brjósti og hafa aflað sér þekkingar um brjóstagjöf miðla áfram þekkingu sinni til þeirra sem þurfa á henni að halda. Stuðningurinn sem er veittur er á jafningjagrundvelli og fer fram í gegnum tölvupóst. Öll ráðgjöf er að kostnaðarlausu. Sjá nánar: http://brjostagjafasamtokin.nepal.is/ Öflug fyrirspurnarsíða er einnig á facebook þar sem konur geta sett inn spurningu og stuðningskona svarar: https://www.facebook.com/groups/113693735330779/

Ljósmæður Ljósmæður eru með fræðslu um brjóstagjöf á vefsíðu sinni. http://www.ljosmodir.is/default.asp?Page=NotePad&ID=61

Svefnráðgjöf

Svefnráðgjöf barna – blíðar aðferðir fyrir foreldra ungra barna. Hægt er að fá net-og símaráðgjöf sem felur í sér ráðgjöf á svefni, svefnvenjum og almennum lausnum. Einnig er hægt að fá lausnamiðaða ráðgjöf sem felur í sér greiningu á svefnvenjum, persónulegu svefnprógrammi og eftirfylgni. Slík ráðgjöf felur í sér að svefnráðgjafi kemur í 1-2 heimsóknir, kynnist barninu og foreldrum og býr til svefnprógramm eftir þörfum þeirra. Til þess að fá svefnráðgjöf sendir viðkomandi tölvupóst á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Sjá nánar: http://svefnlausnir.is/radgjof/

Landspítalinn sinnir svefnráðgjöf að kostnaðarlausu og sér Arna Skúladóttir höfundur bókarinnar Draumaland um hana. Hún heldur einnig úti síðunni foreldraskolinn.is þar sem hægt er að nálgast upplýsingar gegnum símaráðgjöf.

Praktískur stuðningur

Félagsleg heimaþjónusta er endurgjaldslaus þjónusta sem er í boði hjá sumum sveitafélögum. Þessi þjónusta er sniðin að þörfum hvers og eins. Oft er um að ræða stuðning í formi dagvistunar, hvíldarvistunar, skammtímadvalar hjá stuðningsfjölskyldu, hvatningu, samveru og almennum heimilisstörfum s.s. þrifum og þvottum. Þeir sem geta sótt um þessa þjónustu eru t.d. fólk sem vegna barnsburðar, fjölskylduaðstæðna, veikinda eða annars geta ekki séð hjálparlaust um heimilishald og umhirðu. Til að fá nánari upplýsingar um þessi úrræði er best að hafa samband við félagsráðgjafa hjá einni af þjónustumiðstöðvum Reykjavíkurborgar.

Stuðningurinn heim, er þjónusta sem rekin er af sviði velferðarþjónustu Reykjavíkurborgar. Ráðgjafar þjónustunnar eru uppeldismenntaðir og markmiðið er að veita ráðgjöf og fræðslu til foreldra inni á heimili þeirra. Unnið er eftir samningi sem gerður er á milli foreldra og félagsráðgjafa þar sem fram kemur hvers konar stuðning foreldrarnir þurfa á að halda til að ná settum markmiðum. Fjölskyldan er svo heimsótt einu sinni til þrisvar í viku, eina til tvær klukkustundir í senn, í fjórar til átta vikur. Í sumum tilvikum getur verið þörf á frekari stuðningi, og það þá metið t.d. ef þörf er talin á heimaþjónustu eða frekari persónulegri ráðgjöf. Upplýsingar um þetta úrræði er hægt að fá hjá þjónustumiðstöðvum Reykjavíkurborgar.

Mæðraeftirlit er ókeypis á Íslandi og læknisþjónusta fyrir börn hjá heimilislæknum.

Námskeið

Mæðravernd býður upp á foreldrafræðslunámskeið fyrir verðandi foreldra, sjá nánar: http://www.heilsugaeslan.is/onnur-thjonusta/throunarstofa-heilsugaeslunnar/maedravernd/

Heilsugæslustöðvarnar bjóða upp á námskeið um undirbúning fæðingar, sjá nánar: http://www.heilsugaeslan.is/?PageID=791

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins býður upp á námskeið fyrir verðandi foreldra um brjóstagjöf. Þar er farið yfir helstu atriði brjóstagjafar sem gott er að vita um áður en barnið kemur í heiminn. Meðal annars er fjallað um framleiðslu mjólkur, stálma, geymslurými brjósta, tengslamyndun, næringargildi og verndandi áhrif brjóstagjafar á móður og barn. Nánari upplýsingar má finna hér um námskeiðin: http://www.heilsugaeslan.is/?PageID=1614

Svefn og svefnlausnir, námskeið sem er einkum ætlað foreldrum barna á aldrinum 0-12 mánaða. Á námskeiðinu er farið yfir svefn og svefnþarfir barna eins árs og yngri, hvað telst eðlilegt svefnmynstur og bent á leiðir til þess að skapa heilbrigt svefnumhverfi. Einnig er farið yfir hvernig er hægt að skapa góðar svefnvenjur þannig að háttatíminn verði ánægjulegur og áreynslulaus tími fyrir alla fjölskylduna. Sjá nánar: http://svefnlausnir.is

Þroska- og hegðunarstöðin býður upp á námskeiðið Uppeldi sem virkar – færni til framtíðar og er sérstaklega þróað fyrir foreldra á Íslandi. Samskonar námskeið eru haldin á ýmsum heilsugæslustöðvum á Íslandi. Námskeiðið hentar öllum foreldrum ungra barna, en sérstaklega er þó hvatt til að foreldrar nýti sér það meðan barnið er 3ja mánaða til 3ja ára. Áhersla er lögð á að kenna foreldrum að skapa æskileg uppeldisskilyrði og foreldrum kenndar aðferðir til að styrkja eigin hæfni, laða fram æskilega hegðun barnsins og fyrirbyggja erfiðleika á jákvæðan hátt. Sjá nánar: http://www.heilsugaeslan.is/?PageID=931

Fjölskylduráðgjöf

Fjölskylduþjónusta kirkjunnar, Háaleitisbraut 66, s: 528-4300. Sjá nánar http://kirkjan.is/fjolskylduthjonusta/

Vensl, fjölskylduráðgjöf Kópavogs, Dalbrekku 2, Kópavogi, s: 554-2907.

Ást- og umhyggja, fjölskyldustuðningur. Stuðningur fyrir foreldra og börn á fyrstu æviárum barnsins. Aðstoð og fræðsla varðandi tengslamyndun og uppeldi. Sjá nánar: https://www.facebook.com/pages/%C3%81st-og-umhyggja-fj%C3%B6lskyldustu%C3%B0ningur/159475484130428?sk=info

Foreldrar, meðganga, barn - FMB teymið. Sérhæft viðbótarúrræði við venjulega þjónustu geðsviðs- og kvenna- og barnasviðs. Ætlað foreldrum sem eiga von á barni eða eru með barn á fyrsta ári og eiga við alvarleg geðræn vandamál að stríða (t.d. þunglyndi eða kvíða) og / eða eru með áhyggjur af tengslamyndun við barnið. Fjölfagleg fjölskyldumiðuð nálgun og sérstök áhersla lögð á að vinna með tengslamyndun foreldra og barns. Sjá nánar: http://www.landspitali.is/?PageID=16572 og http://www.landspitali.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=27197


Fjölskyldumiðstöðin Sjónarhóll, fyrir foreldra fatlaðra og langveikra barna. Endurgjaldslaus ráðgjöf. Tímapantanir í síma: 535 1900. Markmið foreldraráðgjafarinnar er að foreldrar barna með sérþarfir njóti jafnréttis og sambærilegra lífskjara og aðrir foreldrar og búi við lífsskilyrði sem gera þeim kleift að lifa eðlilegu lífi.

Í Foreldrahúsi, Vonarstræti 4b, s: 511-6160, er boðið upp á fjölskylduráðgjöf. Einnig er þar neyðarsími foreldra sem er opinn allan sólarhringinn. Foreldrasími: 581-1799.

Kvennaráðgjöfin býður upp á ókeypis lagalega og félagslega ráðgjöf fyrir konur. Opið á þriðjudagskvöldum milli kl 20:00 og 22:00 og á fimmtudögum frá 14:00 - 16:00. Kvennaráðgjöfin er á Túngötu 14, s: 552-1500. Sjá nánar heimasíðu kvennaráðgjafarinnar: www.kvennaradgjofin.is

Einnig veita hinar ýmsu fagstéttir og prestar fjölskylduráðgjöf, sjá símaskrá eða www.ja.is

Ýmislegt

Mæðrastyrksnefnd aðstoðar foreldra sem eiga erfitt með að sjá fyrir fjölskyldu sinni. Nefndin veitir ráðgjöf og stuðning og gefur föt, barnavörur og mat. Skrifstofan er í Hátúni 12 og er opin á miðvikudögum frá 14 - 17, s: 551-4349, netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Hjálparstarf kirkjunnar veitir einnig mataraðstoð og aðstoð við að leysa út lyf og gefur fatnað á börn og fullorðna. Einnig er hægt að sækja um aðstoð vegna skólaútgjalda barna, íþróttaiðkana og sumarnámskeiða fyrir börn hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Þá er hægt að fá afslátt af húsmunum úr Góða hirðinum frá hjálparstarfinu. Sótt er um aðstoð að Háaleitisbraut 66, í kjallara Grensáskirkju. Sjá nánar heimasíðu hjálparstarfsins: http://help.is/id/2. Þá útdeilir kirkjan sérstakri jólaaðstoð í samvinnu við Mæðrastyrksnefnd og Rauða krossinn.

Rauði kross Íslands er til húsa að Efstaleiti 9, s: 570-4000 og heimasíðan er www.redcross.is.

Fjölskylduhjálp Íslands, Eskihlíð 2-4, s: 551-3360 veitir matar- og fataúthlutun fyrir efnalitla einstæða foreldra með börn á framfæri. Sjá nánar heimasíðu fjölskylduhjálparinnar: http://www.fjolskylduhjalpin.net/

Orlof/styrkir

Allir foreldrar eiga rétt á fæðingarorlofi eða fæðingarstyrk. Á heimasíðu Fæðingarorlofssjóðs má reikna út hver rétturinn er. (www.faedingarorlof.is). Ef foreldri er utan vinnumarkaðar, í námi eða í minna en 25% starfi fær það greiddan fæðingarstyrk. Þá greiða ýmis stéttarfélög fæðingarstyrk og einnig eiga allir foreldrar rétt á barnabótum. Fram til 18 ára aldurs fær hver forráðamaður um 28.000 krónur á þriggja mánaða fresti fyrir hvert barn. Þessar greiðslur hefjast um áramót eftir að barnið fæðist (janúar foreldarar þurfa því að bíða lengur en desember foreldrar eftir að greiðslur hefjist) og eru skattfrjálsar ólíkt hinum “tekjunum” sem nefndar eru.

Húsaleigubætur hækka þegar barn bætist í hópinn.

Gjafir

Mörgum foreldrum kemur á óvart hversu margar gjafir þeir fá fyrsta árið og ef um fyrsta barn er að ræða, ekki síst í mannmargri fjölskyldu getur verið um töluvert magn að ræða. Vinsælast er yfirleitt að gefa föt á barnið en foreldrar geta líka óskað eftir að fólk slái saman í stærri hlut. Ef ætlunin er að skíra barnið fær barnið fjórum sinnum gjafir á fyrsta árinu: Sængurgjöf, Skírnargjöf, jólagjöf og eins árs afmælisgjöf.

logo

Viltu skrá þig í samtökin eða verða að liði á einhvern hátt? Sendu okkur tölvupóst á netfangið valkostir@valkostir.is. Öll aðstoð er vel þegin.