Félag einstæðra foreldra Opið alla virka daga frá 13 - 16, Túngata 14, Reykjavík, sími: 551-1822, netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Félagið veitir meðal annars bráðabirgðahúsnæði fyrir einstæða foreldra, ýmsa námsstyrki, ókeypis lögfræðiaðstoð, félagsráðgjöf og fleira. Sjá nánar á heimasíðu félagsins, http://www.fef.is/
Foreldrahópar fyrir unga foreldra: Hitt Húsið er menningar-og upplysingamiðstöð þar sem ungu fólki (16-25 ára) er veitt ýmis aðstoð og ráðgjöf. Húsið stendur á horni Austurstrætis og Pósthússtrætis, Pósthússtræti 3-5, s: 411-5500. Í Hinu Húsinu er starfræktur hópur fyrir foreldra sem hittist á miðvikudögum klukkan 2-4 (börnin velkomin með) Hópurinn er bæði fyrir unga foreldra og ungar ófrískar konur. Hópurinn hefur tekið sumarfrí en verður líklega starfræktur sumarið 2015. Sjá nánar á heimasíðu Hins Hússins, www.hitthusid.is.
Ungar mæður. Hópur fyrir ungar mæður á aldrinum 16 - 25 ára. Sjá nánar Fecebook síðu hópsins: https://www.facebook.com/groups/89642716810/?ref=ts
Barnabætur: Barnabætur eru greiddar fyrir hvert barn undir 18 ára aldri. Reikna má út fjárhæð barnabóta á rsk.is Sem dæmi fær einstætt foreldri sem er með tekjur frá 0 - 2,4 milljónir á ári , 323,253 krónur á ári með fyrsta barni, eða rúmar 80 þúsund kr. ársfjórðungslega. Barnabætur eru greiddar út 1. feb. 1. maí, 1. ágúst, og 1. nóv. Fyrsta greiðsla getur stundum tafist en inniheldur þá uppsafnaðar barnabætur. https://www.rsk.is/einstaklingar/vaxtabaetur-og-barnabaetur/barnabaetur/#tab2
Atvinnuleysisbætur: Einstaklingur sem er orðinn 16 ára getur sótt um atvinnuleysisbætur ef hann hefur unnið 100% vinnu í a.m.k. 3 mánaði eftir 16 ára afmælisdaginn. 3 mánuðir tryggja 25% bótarétt.
Meðlag: Árið 2015 er upphæð meðlags 24.230 krónur á mánuði. Við sérstakar aðstæður er hægt að krefjast tvöfalds meðlags.
Fæðingarorlofssjóður: Hér má sjá upphæð fæðingarorlofs og fæðingarstyrks http://www.faedingarorlof.is/files/Upph%C3%A6%C3%B0ir%202015_931969733.pdf
Ef foreldri er í fullu námi á það möguleika á fæðingarstyrk námsmanna, sem er mun hærri fjárhæð en fæðingarstyrkur.
Hjálparstarf kirkjunnar, fjölskylduhjálp Íslands og mæðrastyrksnefnd hjálpa foreldrum með margvíslegum hætti. Fjölskylduhjálp Íslands, Eskihlíð 2-4, s: 551-3360 veitir til dæmis matar- og fataúthlutun fyrir efnalitla einstæða foreldra með börn á framfæri. Sjá nánar í kafla um almennan fjárhagsstuðning hér á síðunni.