Hópur innan Valkosta vill hjálpa efnaminni foreldrum til að fá lánað endurgjaldslaust föt, barnarúm, vagn og allt annað sem lítið barn þarfnast. Ef þú vilt fá þessa aðstoð, eða vilt gefa barnavörur þá er þér velkomið að hafa beint samband við Guðrúnu á facebooksíðu hennar https://www.facebook.com/gudrun.saem

Kostnaður við að eignast barn byggist að miklu leyti á því hvaða þarfir hver og einn hefur í því sambandi. Það sem lítið barn þarf fyrst og fremst er að sjálfsögðu að nærast vel og fá ríflegan skammt af ást og umhyggju frá foreldrum sínum. Ýmsar barnavörur geta þó verið mjög gagnlegar, þó þær séu endilega ekki allar bráðnauðsynlegar.

Nokkuð sem getur haft mikil áhrif á endanlegan kostnað er hvort keypt er notað eða nýtt. Til að halda kostnaði í lágmarki borgar sig því að þiggja og biðja um að fá lánað frá öðrum þar sem því verður við komið.
Á facebooksíðunni Gefins allt gefins má óska eftir að fá gefins þær barnavörur sem þarf. https://www.facebook.com/groups/400145510048476/

Það má gera góð kaup í barnavörum hjá t.d. bland.is, Góða hirðinum, Nytjamarkaði ABC, Basarnum Austurveri, Fjölskylduhjálp Íslands, RKÍ eða öðrum nytjamörkuðum en einnig má nefna að Blómabörn og Fiðrildi selja báðar notuð barnaföt. Ekki skemmir fyrir ad þegar við fáum lánað, gefins eða kaupum notað erum við að vernda umhverfið. Þá er hægt að mæla með vörunum frá Ikea en þær eru margprófaðar, endingagóðar og ódýrar.

Meðgöngukostnaður

Öll mæðraskoðun hjá ljósmóður og og nánst allar læknisheimsóknir eru ókeypis ef þær tengjast meðgöngu. Sumar konur velja að fara til kvennsjúkdómalæknis en það er kostnaðarsamt.

Frítt er að fara í 20 vikna sónar.

Hagkvæmasti meðgöngufatnaðurinn er að kaupa tvennar meðgönguleggings og hversdagskjóla sem eru teknir saman undir brjóstum. Kjólana má svo nota áfram eftir meðgönguna.

Hægt er að kaupa ýmis námskeið. Brjóstagjafarnámskeið og undirbúningsnámskeið fyrir fæðinguna (hvoru tveggja á vegum heilsugæslunnar) hafa reynst mörgum vel ásamt því að stunda einhverja sérstaka meðgöngulíkamsrækt.


Byrjunarkostnaður

Að fæða barn á Íslandi kostar ekkert. Sængurlegan (liggja á sjúkrahúsi og fá fæði þar, auk heimavitjana ljósmóður) kostar ekkert en maki borgar fyrir að gista og fá fæði á sjúkrahúsinu.

Sé allt keypt nýtt er byrjunarkostnaður um 500.000. Stærsti kostnaðarliðurinn er vagn sem kostar heilmikið nýr.

Í raun er þó möguleiki á að komast af mjög lengi án þess að kaupa nokkuð nema föt, bleiur og bílstól. Allt annað er til aukinna þæginda.
Facebook er með síðuna Gefins, allt gefins þar sem hægt er að óska eftir fatnaði á sjálfan sig og barnafatnað sem og allt annað barnadót,

Meðgöngu og brjóstagjafafatnað er hægt að kaupa ódýrt eða fá gefins á Facebooksíðunni https://www.facebook.com/groups/156426221160919/

Hér er dæmi um innkaupalista sem hægt er að skoda með meðfylgjandi athugasemdum ef ætlunin er að komast af mjög ódýrt. http://valkostir.is/index.php/eiga-barnie/hvae-kostar-ae-eignast-barn/innkaupalisti-fyrir-nyburann


Rekstarkostnaður

Ungbarnaeftirlit hjá heilsugæslustöðvunum er ókeypis. Inni í því eru reglulegar skoðanir til hjúkrunarfræðings, bólusetningar og nokkrar læknisskoðanir.

Áður en barn fer í daggæslu er rekstarkostnaðurinn aðallega í kaupum á fötum og bleium (nema notaðar séu margnota bleiur). Við þetta bætist þurrmjólkurkostnaður ef við á og matarkostnaður þegar/ef barn fær viðbót við brjóstið/p


Dagmömmur og ungbarnaleikskólar eru einkareknir og mega ekki út samræmdar gjaldskrár. Það er mjög misjafn hvað dagvistun kostar hjá þeim. Sveitarfélögin niðurgreiða þessi pláss mismikið eftir stöðu foreldra.

Almennur leikskóli frá tæpl. 25 þúsund - 46 þúsund á mánuði og uppúr fyrir allan daginn, fer eftir því hver staða foreldris er (einstæð, í námi og slíkt) Hér er gjaldskrá fyrir leikskólapláss í Reykjavík http://reykjavik.is/gjaldskrar/leikskolagjold

Þess ber að geta að sækja má um ýmsar niðurgreiðslur t.d. fyrir einstæðar mæður og ef báðir foreldrar eru í námi. Þegar við bætast fleiri börn í fjölskylduna lækka gjöldin vegna systkinaafsláttar.

Grunnskólakostnaður er foreldrum að kostnaðarlausu. Hins vegar þarf að kaupa ýmislegt fyrir nám í grunnskóla t.d. skólatösku og ritföng. Tómstundir geta verið mismunandi dýrar og er boðið upp á þær fyrir börn á öllum aldri, jafnvel frá nokkurra mánaða.


Ríkið greiðir foreldrum barnabætur, á vef ríkisskattstjóra má reikna þær út. Valkostir reiknuðu út bætur fyrir einstæða móður með 2 milljónir eða minna í árslaun árið 2013 og fær hún rúmar 379 þúsund krónur greiddar í barnabætur.

logo

Viltu skrá þig í samtökin eða verða að liði á einhvern hátt? Sendu okkur tölvupóst á netfangið valkostir@valkostir.is. Öll aðstoð er vel þegin.