Tekið af www.bland.is

Hér er aðeins útlistaður startkostnaður við að eignast barn. Nánari upplýsingar um hvað kostar að eignast barn má finna hér.

Sé allt keypt nýtt er startkostnaður um 500.000. Stærsti kostnaðarliðurinn er nýr barnavagn.

Í raun er þó möguleiki á að komast af mjög lengi án þess að kaupa nokkuð nema föt, bleiur og bílstól. Allt annað er til aukinna þæginda.

Hér er dæmi um innkaupalista sem hægt er að skoða með meðfylgjandi athugasemdum ef ætlunin er að komast af mjög ódýrt með að eignast barn:

Dagleg umhirða

• Skiptiborð Hægt að skipta um á rúminu eða á þykku handklæði á borði

• Bleiur fyrir nýbura Það er hagstæðast að kaupa taubleiur sem vaxa með barninu

• Blautklúta (frekar er ráðlagt að nota svampa og vatn á nýbura) Klippa niður lak og falda, notist með vatni

• Einnota svampar

• Taubleiur (ómissandi!) Alveg hægt að nota viskastykki, óþarfi að eiga ef barnið kastar ekkert upp

• Slefsmekki Óþarfi ef barnið slefar ekki

• Krem (zink krem á bossann og milt andlitskrem) Óþarfi ef barnið er ekki að fá útbrot

• Hitamæli (kvikasilfursmælar eru nákvæmastir en fjölmargar aðrar tegundir eru til) Mikilvægt að eiga

• Skiptitösku Hægt að nota hvaða tösku sem er

• Nefsugu Óþarfi ef barnið er ekki með hor

• Saltvatnsdropa (t.d. Miwana til að losa um slím í nefinu) Óþarfi ef barnið er ekki með hor

Matartíminn Ef barnið er eingöngu á brjósti þarf ekki að huga að þessu fyrr en það fer að fá aðra fæðu (þó er mikilvægt að kaupa D dropana)

• Smekki

• Pela

• Pelatúttur

• Pelahreinsibursta

• D-vítamíndropa (mælt er með að barnið fái D-vítamín frá 2gja vikna aldri) Mikilvægt

• Þurrmjólkurblöndu

• Plastskeið (til að nota þegar barnið fer að fá grautinn sinn upp úr 4 mánaða aldrinum)

Fatnaður Til að byrja með er nóg að eiga nóg af náttgöllum (handhægt að klæða börn í og úr göllum) og útiföt (Galli, útisokkar, vetlingar og húfa). Barninu er sama hvernig það lítur út :)

• Ullar- og bómullarnærföt

• Samfellur (nauðsynlegt að eiga margar til skiptana!)

• Náttfatagalla (varist galla með rennilásum alla leið upp í háls því rennilásinn getur meitt barnið! Við mælum með náttgöllum með smellum)

• Sparkgalla (bómullargallar með áföstum sokkum, athugið þó að hafa þá ekki of litla því barnið verður mjög þvingað ef það getur ekki teygt alveg úr fótunum)

• Bómullarhúfur

• Vettlinga (stundum er nauðsynlegt að nota þunna vettlinga á barnið inni til að það klóri sig ekki, sérstaklega ef barnið fæðist með langar neglur sem ekki má klippa strax)

• Sokka

Í baðið Fara má með barnið í sturtu eða bað með sér og nota þvottapoka og handklæði frá öðrum fjölskyldumeðlimum. Síðar er þó gott að kaupa sér barnasjampó, en það þarf ekki að nota það fyrr en barnið fer að klístra einhverju í hárið.

• Baðkar fyrir barnið

• Hitamæli til að mæla hitann á baðvatninu

• Þvottapoka

• Olíu (gott er að setja nokkra dropa af olíu í baðið en athugið að litli kroppurinn getur orðið mjög sleipur!)

• Barnasjampó (ekki er nauðsynlegt að nota sápu á barnið alveg strax!)

• Greiðu eða bursta

• Naglaklippur (til eru sérstakar naglaklippur fyrir börn sem varna því að nöglin sé klippt of mikið). Venjulegar heimilisnaglaklippur duga vel þótt þægilegra sé að nota ungbarnaklippur.

• Eyrnapinna

• Handklæði, t.d. með hettu

• Milt andlitskrem

• Bossakrem (krem með zinki koma í veg fyrir útbrot og hrinda frá sér vatni)


Fyrir svefninn Barnið getur sofið uppi í rúmi hjá foreldrunum/mömmunni frá fæðingu og fram eftir aldri eins og báðum þykir þægilegt. Bæði eru raddir uppi um að best sé fyrir barnið að sofa uppí og að best sé að það sofi í eigin rúmi. Sé það gert þarf ekkert að kaupa fyrir svefninn en það þarf að lesa sig til um öryggisleiðbeiningar![1]

• Barnarúm (vöggur eru mjög krúttlegar en barnið er ótrúlega fljótt að vaxa upp úr henni!)

• Barnadýna

• Barnasæng

• Barnakoddi (athugið þó að nýfædd börn þurfa engan kodda, geymið hann þar til barnið verður um það bil 6 mánaða)

• Sængurver

• Lak

• Pissulak (þunnur gúmmídúkur til að setja undir lakið til að verja dýnuna)

• Snuð

• Hlustunartæki (baby monitor) til að heyra í barninu þegar það sefur Fer eftir stærð hússins og hvort barnið sofi úti hvort þetta sé nauðsynlegt.

• Barnavagn Mörg börn sofa aldrei úti og foreldrarnir fara annað hvort ekki með þau út að ganga eða nota burðarsjal til þess. Barnavagn er eitt af því sem maður tengir alltaf við barneignir en í ljósi þess hve dýr hann getur verið má setja spurningarmerki við nauðsyn hans.

• Flugnanet fyrir barnavagninn

• Regnslá fyrir barnavagninn

• Beisli (til að nota þegar barnið er orðið nokkurra mánaða og farið að hreyfa sig meira).

Annað

• Leikteppi Notast má við flísteppi sem er brotið saman og lagt á gólfið

• Barnaleikföng Lengi má nota heimagerð leikföng

• Burðarpoki/burðarsjal (mjög þægilegt (sérstaklega fyrir óvær börn) og eykur tengslamyndun en ekki nauðsynlegt, hjálpar mömmunni að gera tvennt í einu.

• Bílstóll er ómissandi, þótt maður eigi ekki bíl kemur að því að maður vilji ferðast í bíl eða fá far með einhverjum. Þó getur verið að hægt sé að fá bílstól pantaðan með leigubíl sem getur annars nýst einhverjum. Tryggingafélögin ýmist gefa afslátt á bílstóla eða leigja þá út.

• FYRIR MÖMMU

• Brjóstagjafapúði (við mælum eindregið með þessari sniðugu uppfinningu til að draga úr vöðvabólgu við brjóstagjöfina) Óþarfi ef notaðar eru stellingarnar hægindastelling (laid-back-breastfeeding) eða liggjandi stelling

• Brjóstainnlegg Óþarfi ef brjóstin leka ekki

• Opnanlegur brjóstahaldari Óþarfi ef auðvelt er að bretta niður skálina á haldaranum

• Krem til að bera á geirvörturnar Óþarfi ef geirvörturnar eru í góðu standi

• Pumpa, peli, frystipokar (Óþarfi ef mamman er alltaf til staðar þegar barnið þarf á henni að halda

• The Womanly Art of Breastfeeding (Góð bók að eiga en miklar upplýsingar má líka fá á www.brjostagjof.is)

• Næturbindi (til að nota fyrstu næturnar eftir fæðinguna) Mikilvægt

• Bækur um barnið móðurhlutverkið Margt má lesa sér til um á netinu en það er óneitanlega þægilegt að hafa bækur við höndina

• Gott body lotion til að bera á sig og fríska sig upp eftir sturtuna Konur nota mismunandi aðferðir til að draga úr streitu, finndu þína!

Það er því í mörgum tilfellum best að kaupa hlutina þegar mann fer að vanta þá til að koma í veg fyrir að kaupa eitthvað sem ekki þarf :)


[1] Dr. Harvey Karp telur upp 10 atriði sem foreldrar verða að passa til að barnið sé öruggt í rúmi foreldra sinna:

1. Enga púða, leikföng eða laus teppi/undirdýnur.

2. Aldrei sofa með barn í vatnsrúmi.

3. Gætið þess að ekkert bil sé milli dýnunnar og veggsins sem geti valdið því að höfuð barnsins festist á milli.

4. Notið co-sleeper attachment (finn það ekki í orðabókinni) á rúmið (rúmbrýk?) svo barnið geti ekki dottið í gólfið eða einhver rúllað yfir það.

5. Ekki sofa með barnið í sófanum.

6. Hafið barnið í reifum alla nóttina svo það komi sér ekki í hættulega stöðu.

7. Látið barnið aðeins sofa á bakinu.

8. Hættið að reykja. Ungabörn eru líklegri að deyja ef mamman reykir.

9. Farið alltaf edrú að sofa.

10. Ekki sofa með barninu ef þú eða maki þinn eruð mjög þung.

logo

Viltu skrá þig í samtökin eða verða að liði á einhvern hátt? Sendu okkur tölvupóst á netfangið valkostir@valkostir.is. Öll aðstoð er vel þegin.