Meðgöngukvillar

Meðgöngukvillar eru einstaklingsbundnir og mismunandi er hversu mikið og hversu lengi konur finna fyrir óþægindum eða vanlíðan á meðgöngu. Líðanin getur einnig verið breytileg eftir því hve langt er liðið á meðgönguna. Mikilvægt er þó að hafa í huga að flestir meðgöngukvillar eru ekki hættulegir og hafa ekki áhrif á hvernig barnið dafnar í móðurkviði, hvernig fæðingin kemur til með að ganga eða hvernig líðan móður og barns verður eftir fæðinguna. Við flestum meðgöngukvillum eru til ráð sem draga úr einkennum að einhverju leyti. Í mæðraverndinni gefst konum tækifæri til að ræða líðan sína og fá ráð og stuðning. Sjá nánar: http://www.heilsugaeslan.is/?PageID=1622

Meðgöngusjúkdómar

Á meðgöngu geta komið upp sjúkdómar sem þarf að bregðast við. Með reglulegum heimsóknum í mæðravernd er hins vegar yfirleitt hægt að greina áhættuþætti og bregðast við þeim. Mikilvægt er fyrir verðandi foreldra að þekkja vel þau merki sem upp kunna að koma og geta bent til meðgöngusjúkdóma. Það ætti ávallt að nefna það við ljósmóður eða lækni í mæðraverndinni ef líðan eða einkenni valda áhyggjum. Sjá t.d. umfjöllun hér um gallstasa á meðgöngu: http://www.heilsugaeslan.is/fraedsla/medganga-og-faeding/medgongusjukdomar/gallstasi-a-medgongu/

Fæðingin

Fæðingin er náttúrulegt ferli sem getur tekið á sig ýmsar myndir og erfitt að er segja til um hversu langan tíma hún tekur eða hvernig hún mun að öðru leyti ganga fyrir sig. Hver fæðing er einstök. Afstaða móðurinnar til fæðingarinnar, líkamleg og andleg líðan skiptir þar einnig miklu máli. Að fæða barn er yfirleitt sársaukafullt, ef litið er til hríðanna en að öðru leyti ganga flestar fæðingar stórslysalaust fyrir sig. Gott og einfalt ráð fyrir allar verðandi mæður er einfaldlega að gera sitt besta, og takast á við fæðinguna með öllu því sem henni fylgir og upplifa það kraftaverk sem barnsfæðing er. Sjá nánar um fæðinguna hér: http://www.heilsugaeslan.is/fraedsla/medganga-og-faeding/faedingin/

Dánartölur

Mæðra- nýbura- og ungbarnadauði er með því lægsta sem sést í heiminum á Íslandi. Fyrir þá sem vilja kynna sér nánar tölur og staðreyndir hvað það varðar, er hægt að lesa skýrslu hér að neðan frá árinu 2010. Samkvæmt skýrslunni var mæðradauði á Íslandi árið 2010 enginn. Sjá: http://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item2216/version6/Faedingaskraning_2010.pdf

logo

Viltu skrá þig í samtökin eða verða að liði á einhvern hátt? Sendu okkur tölvupóst á netfangið valkostir@valkostir.is. Öll aðstoð er vel þegin.