,,Biturleikinn er ennþá fastur í mér. Við höfum ekki fengið neina afsökunarbeiðni,“ segir Guðbjörg Hrefna Árnadóttir sem fékk ranga sjúkdómsgreiningu á ófæddri dóttur sinni þegar hún var komin 20 vikur á leið. Var henni í ráðlagt að fara í fóstureyðingu sem hún hafnaði og fæddist dóttirin í kjölfarið alheilbrigð. http://www.pressan.is/frettir/lesafrett/gudbjorg-gat-ekki-haett-ad-grata-var-tjad-ad-barnid-vaeri-liklega-fatlad-og-bodin-fostureyding---annad-kom-a-daginn

Mikil pressa var lögð á ungu móðurina að undirgangast fóstureyðingu en hún hélt meðgöngunni áfram. http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_adsent/thetta-er-stelpan-sem-mer-var-sagt-ad-eyda-hvad-ef-fleira-myndi-sjast-i-sonar

Ég varð ófrísk eftir skyndikynni um þrítugt. Ég var einstæð móðir með 2 ára barn. Sumir af þeim sem ég umgekkst á þessu tímabili lífs míns ráðlögðu mér að fara í fóstureyðingu og lá við að fólkið hringdi fyrir mig. Ég fór í viðtöl við félagsráðgjafann upp á kvennadeild Lsp, ég sagði “ég er einstæð móðir í skóla”og það var pöntuð eyðing án þess að koma með einhverja hugmynd um hvort hægt væri að gera eitthvað annað, þetta var eins og eitthvað alveg sjálfsagt. Sem betur fer náði ég að hugsa og mætti ekki. Þá urðu þeir kunningjar sem lögðu mest áherslu á að ég færi í fóstureyðingu alveg í öngum sínum og héldu í hendina á mér á meðan ég pantaði tíma aftur, en aftur hætti ég við að fara.

Svo fór ég í heimsókn til kunningja á Norðurlöndunum, komin 12 vikur á leið og þar var ein kunningjakona vinkonu minnar sem benti mér á að ég hefði alveg rétt á fóstureyðingu í þessu landi þar sem eyðingar eru framkvæmdar fram á 16 eða 20 viku meðgöngu (man ekki hvort). Ég þakkaði fyrir upplýsingarnar en athugaði ekkert rétt minn í þessu landi því ég hafði tekið ákvörðun um að eiga þetta barn.

Barnið fæddist svo tæpu hálfu ári seinna.

Þegar það eru umræður um “rétt kvenna” til að ráða yfir líkama sínum og að fóstuyðingar eigi að vera vel aðgengilegar hryllir mig við því, og ef ég hefði ekki fengið tíma til að hugsa málið hefði barnið mitt ekki fæðst. Ég þakka oft fyrir, að þá voru fóstureyðingar ekki framkvæmdar samdægurs, heldur fékk ég hátt í viku til að hugsa og líka eftir að hafa pantað í annað skiptið.

Ég fékk jákvætt óléttupróf þegar ég var 15 ára, ég og kærastinn minn vorum bara búin að vera saman í 3 mánuði þá.
Ég fór beint uppá læknavakt og fékk að hitta lækni. Hann sagði mér að ég væri ófrísk og reyndi að finna hjartslátt en fann engan, ég var send næsta dag snemma um morguninn í sónar á Landspítalann. 

Frænka mín og mamma mín fóru með mér. Ég var kölluð inn og frænka mín kom með mér. Þegar sónartækið var sett á magann á mér í 2 mín brosti ljósmóðirin og sagði "þú ert með tvíbura" og að ég væri komin 12 vikur og 5 daga á leið. Enginn möguleiki á því að fara í fóstureyðingu ef ég hefði viljað það, sem ég var alveg viss um að ég gæti ekki gert. vegna þess að þetta voru börnin mín og mér fannst eins og ég gæti ekki eytt einhverju sem myndi snerta mig svona mikið í framtíðinni. Mér fannst að börnin mín ættu skilið að lifa þrátt fyrir að ég væri ung og ekki " eins reynd" eins og margar konur orðuðu það.

Þegar leið á meðgönguna fór að ég hugsa. Hvernig skipti ég á bleyju? Hvernig veit ég hvort pelinn er rétt hitaður? Hvernig bílstóla á ég kaupa? Eiga ungabörn að sofa í vagni á daginn? Hvað ef ég yrði ekki góð mamma? Þegar þessar hugsanir komu upp hugsaði ég með mér að ég myndi samt ekki láta eyða fóstrunum heldur myndi ég frekar eiga börnin og láta ættleiða þær vegna þess að þær ættu skilið betra.

Þegar þær fæddust fékk ég rosalegt fæðingarþunglyndi og vissi ekki hvað ég átti að gera, átti ég að gefa þær til ættleiðingar eða átti ég að vera með stelpurnar.  Ég tók þá ákvörðun að gefa þær ekki til ættleiðingar, sem er besta ákvörðun lífs míns.  Ég vil frekar fara með stelpurnar á róló heldur en á djammið. Ég upplifði alveg fordóma á meðgöngunni og illt umtal í umrædum á internetinu. En fjölskyldan var sátt með þá ákvörðun sem ég og kærastinn minn tókum og við gætum ekki verið hamingjusamari.  Í dag eru stelpurnar 1 og hálfs árs og þetta getur ekki verið betra. Ég er á leiðinni í skóla og kærastinn minn er í vinnu og er að fara að byrja í skóla í haust með vinnu. Við erum að fara að kaupa okkur lítinn sætan bíl.

Barn þarf ekki að eyðileggja líf þitt. Ég held að það bæti líf þitt. Líf þitt verður meira virði og þér mun aldrei leiðast eftir að þú ert komin með prins / prinsessu í hendurnar!

logo

Viltu skrá þig í samtökin eða verða að liði á einhvern hátt? Sendu okkur tölvupóst á netfangið valkostir@valkostir.is. Öll aðstoð er vel þegin.