Ef þú ert ófrísk eða nýbökuð móðir í erfiðum aðstæðum með lítinn félagslegan stuðning og þarft á aðstoð eða ráðgjöf að halda, geturðu byrjað á því að senda okkur póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Það eru til ýmis úrræði hjá hinu opinbera og frjálsum félagasamtökum sem hægt er að fá nánari upplýsingar um í gegnum tölvupóst, en margt er einnig hægt að finna hér á heimasíðunni okkar undir linknum "Aðstoð í samfélaginu".

Vilt þú gerast sjálfboðaliði?

Þú getur aðstoðað á margan hátt.

Meðal annars geturðu sýnt stuðning við samtökin Valkosti, markmið þess og verkefni með því einfaldlega að skrá þig sem félaga

Valkostir íhuga að byggja upp stuðningsnet fyrir þennan hóp kvenna. Þeir sem veita stuðning gera það alltaf að kostnaðarlausu og eitt af skilyrðum fyrir þáttöku í sjálfboðaliðastarfinu er hreint sakavottorð. Nánari upplýsingar eru í hliðargreinum en einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. ef fólk vill skrá sig í félagið og/eða taka þátt í sjálfboðaliðastarfinu.

logo

Viltu skrá þig í samtökin eða verða að liði á einhvern hátt? Sendu okkur tölvupóst á netfangið valkostir@valkostir.is. Öll aðstoð er vel þegin.