Á Landsspítala Háskólasjúkrahúsi stendur konum og pörum til boða sálfélagsleg aðstoð (kreppu og sorgarúrvinnsla) í kjölfar fóstureyðingar. Sú aðstoð er veitt af félagsráðgjöfum kvennadeildarinnar. Nánari upplýsingar um þetta úrræði er hægt að fá hjá Helgu Sól Ólafsdóttur, félagsráðgjafa Kvennadeildarinnar, í síma 543 3600, eða með því að senda tölvupóst á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..
Sjálfstætt starfandi sálfræðingar
Valkostir vita af tveimur sjálfstætt starfandi sálfræðingum sem hafa reynslu af að vinna með konur og/eða pör eftir fóstureyðingu og vandamál tengd fóstureyðingunni, svo sem kvíða, þunglyndi, sorg og áfallastreituröskun. Valkostir þiggja gjarnan upplýsingar um fleiri.
Marteinn Steinar Jónsson er sérfræðingur í klínískri sálfræði, og rekur sálfræðistofu í Garðabæ. Hægt er að fá nánari upplýsingar um sálfræðiþjónustu Marteins á heimasíðu hans: http://www.uttekturlausn.is/salfr%C3%A6distofa.html
Gyða Eyjólfsdóttir er doktor í ráðgjafarsálfræði og rekur sálfræðistofu í Skútuvogi 1a, 2. hæð, 104 Reykjavík. Hægt er að fá nánari upplýsingar um sálfræðiþjónustu Gyðu á heimasíðunni hennar: http://www.salarafl.is/