Ef kona hefur tekið ákvörðun um að fara í fóstureyðingu þarf hún fyrst að far í viðtal við lækni. Þar er tekin sjúkraskýrsla, gerð læknisskoðun og nauðsynlegar rannsóknir á heilsufari konunnar. Meðal annars er tekið blóðsýni, og sýni frá leghálsi (klamydía).

Fóstureyðingar fara nú í vaxandi mæli fram með lyfjum í stað skurðaðgerðar og fer sú meðferð fram í samvinnu móttöku- og legudeildar kvenlækninga. Um er að ræða sérhæfða lyfjameðferð sem hafin er á móttökudeildinni og síðan fylgt eftir með stuttri innlögn á deild 21A.

Samkvæmt lögum þarf stúlka að fá samþykki foreldra sinna fyrir fóstureyðingu ef hún er ekki orðin 16 ára.

logo

Viltu skrá þig í samtökin eða verða að liði á einhvern hátt? Sendu okkur tölvupóst á netfangið valkostir@valkostir.is. Öll aðstoð er vel þegin.