ProLife
Fólk sem er á móti fóstureyðingum er það oftast nær vegna þess að það telur að fóstur sé líf, sjálfstætt líf sem beri að vernda. Líf sem hefjist við getnað, lítil mannvera, með eigin erfðavísa, ólíka móður sinni og föður. Grunnhugsunin er í raun sú að grundvallarmannréttindi alls fólks sé rétturinn til lífs, og að hann beri að vernda, einnig rétt barna í móðurkviði og að öll önnur mannréttindabarátta sé í raun til lítils, ef ekki sé virtur rétturinn til lífs.
ProChoice
Fólk sem styður fóstureyðingar er einnig yfirleitt á þeirri skoðun að fóstur sé líf, en vill hins vegar oft ekki fallast á að fóstur sé manneskja. Rökin fyrir því eru m. a. . þau að fóstrið getur ekki lifað utan móðurlífsins og einnig þau ad það hafi ekki sjálfsvitund. Það er mismunandi hvenær ProChoice fólk telur að fóstrið verði manneskja, sumir segja það verða þegar taugakerfi fósturs er fullmyndað, þegar hjartað byrjar að slá, þegar heilastarfssemi verður mælanleg eða þegar fóstrið getur lifað utan legsins.
Því er rökræðan í raun yfirleitt ekki sú hvort um líf sé að ræða heldur hvenær fóstrið verði mannvera með réttindi til lífs, til jafns við aðrar mannverur.