Ung kona lýsir líðan sinni 9 mánuðum eftir fóstureyðingu. http://bleikt.pressan.is/lesa/svona-lidur-mer-9-manudum-eftir-ad-eg-let-eyda-fostri/

Ég þráði að gefa barnið þegar ég varð ólétt tæplega 18 ára. Vegna aðstæðna var ég engan veginn fær um að hugsa um barn á þessum tíma. Ég talaði um það við félagsráðgjafann á kvennadeildinni, og að ég vildi gefa barnið. Hún studdi mig ekki. Geðlæknir og fjölskylda voru mjög á móti því að ég gengi með barn til að gefa. Ég man ekki viðhorf barnsföður míns, að minnsta kosti var hann ekki nógu sterkur til að styðja mig.

Ef ég hefði getað fengið stuðning væri þessi einstaklingur kannski byrjaður í læknisnámi eða að vinna á bensínstöð, alin upp af fjölskyldu sem þráði barn. Jafnvel væri það orðið foreldri.
Þetta gerðist fyrir meira en áratugi síðan, við vonum að viðhorfin hafi breyst, en ef lesandi hefur upplifað svipaða sögu nýlega væri sú reynslusaga vel þegin.

Ég flutti ein til Skandinaviu með 2 börn. Ég hafði ætlað að flytja með eiginmanni mínum en nokkrum mánuðum áður gerðust leiðindahlutir svo hann var ekki þar til að styðja mig við flutningana.

Nokkrum mánuðum eftir að ég var búin að koma mér fyrir hafði hann samband og við vildum bæði trúa að allt væri gott.

Hann kom út og ég varð ólétt. Ég fann fljótlega að ástandið á honum hafði ekki batnað svo við ákváðum að leita til heilsugæslunnar og svo fékk ég tíma á spítala, held daginn eftir þar sem ég tók einhverjar pillur og fór svo heim seinna um daginn eftir að hafa haft miklar blæðingar á spítalanum.

Mánuði seinna kom ég í endurkomu þar sem ég skilaði þvagprufu og hún var jákvæð. Ég varð svo glöð, hélt að athöfnin hefði “mistekist” því ég hafði séð eftir þessu. Því miður hafði barnið farið mánuði áður þó fylgihlutir óléttunnar hafi ekki farið. Líkami minn hafði verið barnshafandi án þess að það væri barn. Tilfinningin sem ég fékk var hræðileg. Í þessum mánuði hafði kona í vinnunni sagt að ég væri greinilega ólétt og ég hafði líka fundið fyrir öðrum einkennum. Þetta var eins og að missa barn aftur þegar ég fékk að heyra að þessar “positiv” niðurstöður þýddu bara að hluti fóstursins eða legkakan höfðu orðið eftir. Mér leið eins og ég væri að leika hlutverk í hryllingsmynd.

Þetta er enn byrði á mér en ég verð að lifa með þessu því ég á yndisleg börn og má ekki láta þessi mistök hafa áhrif á þeirra líf.

logo

Viltu skrá þig í samtökin eða verða að liði á einhvern hátt? Sendu okkur tölvupóst á netfangið valkostir@valkostir.is. Öll aðstoð er vel þegin.