Á Íslandi er ekki mikil hefð fyrir því að konur gangi með börn til ættleiðingar. Það er þó ekki fordæmalaust, árið 2011 voru til dæmis 4 íslensk börn frumættleidd á Íslandi (en með frumættleiðingu er átt við ættleiðingu á barni sem er ekki barn eða kjörbarn maka umsækjanda). Konur hafa oftar en ekki áhyggjur af að bindast börnunum sínum of sterkum böndum á meðgöngunni og telja sumar að eftirsjáin verði minni ef þær fara í fóstureyðingu. Óski kona þess hins vegar að ganga með barn og gefa það frá sér hefur hún um tvo kosti að ræða. Að eiga barnið hérlendis eða erlendis. Sjá nánar í “Framkvæmd”.

logo

Viltu skrá þig í samtökin eða verða að liði á einhvern hátt? Sendu okkur tölvupóst á netfangið valkostir@valkostir.is. Öll aðstoð er vel þegin.