Hér er reynslusaga sem birtist á Vísi um farsæla ættleiðingu http://www.visir.is/gaf-dottur-sina-til-aettleidingar--hafa-alltaf-att-gott-samband/article/2015705309971
Bókin "Óskabörn: Ættleiðingar á Íslandi", skrifuð af Sigrúnu Maríu Kristinsdóttur, hefur að geyma frásagnir af ættleiðingum frá hinum ýmsu sjónarhornum. Bókin er byggð á reynslusögum viðmælenda bókarhöfundar, fagfólks, ættleiddra einstaklinga og fjölskyldna þeirra. Meðal annars er fjallað um ákvarðanatökuna og umsókn foreldra, en einnig fjallað um huglægu þættina, tilfinningar og hugsanir kjörbarna og foreldra. Vönduð og áhugaverð bók.