Yngsta stúlkan til að verða móðir á Íslandi var aðeins 13 ára þegar hún eignaðist barnið sitt. Hér segir hún frá sinni reynslu í viðtali við Pressuna.

http://www.pressan.is/Frettir/Lesafrett/alda-atti-barn-13-ara-upplifdi-fordoma-baktal-og-sludur---fludi-kropp-kjor-og-byr-nu-i-einbylishusi-i-noregi

„Ég var ein eftir, ein í mínum líkama“: Fimmtudagurinn 3. júlí fyrir um það bil fimm mánuðum síðan, er dagurinn sem ég man best og mun sennilega aldrei gleyma. Ég lagðist upp á bekkinn hjá Guðjóni kvensjúkdómalækni sem starfar á Lækningu. Það er voðalega viðkvæmt að fara í fyrsta skiptið til kvensjúkdómalæknis en allt gekk eins og það átti að gera og allskyns athuganir voru gerðar um hvort allt væri ekki örugglega með feldu, þegar ég lít síðan á skjáinn og á svipstundu breytist líf mitt og allt sem því fylgdi. 
http://bleikt.pressan.is/lesa/sandra-karen-um-fosturmissinn-a-svipstundu-gjorbreyttist-allt/

Þetta myndband er um Heath White og dóttur hans, hana Paisley. Heath´s líf var fullkomið hann var afreksmaður í íþróttum og námi, og var flugmaður hjá hernum. Heath´s vildi alltaf hafa allt fullkomið að sögn eiginkonu hans, Jennifer. Þegar kom svo í ljós að barnið sem þau áttu von á gæti verið með Downs heilkenni fékk Heath mikið áfall. Hann segir að þetta hafi verið eins og að upplifa dauða. Hann hafði miklar áhyggjur af því hvað fólki fannst um hann, ef hann ætti barn með Downs heilkenni og reyndi hvað hann gat að láta konu sína fara í fóstureyðingu. Jennifer neitaði og þegar Paisley fæddist áttaði Heath sig á því að hún var nákvæmlega eins og önnur börn, þegar hún hjalaði þegar hann kitlaði hana. Hér er slóðin á þessa einstöku sögu. http://www.youtube.com/watch?v=Q4foXehDmWs

Lífið er fullt af ákvörðunum, sumar ákvarðanir eru þannig að þú getur ekki tekið þær til baka og þarft að lifa með þeim, alltaf. Þegar ég var unglingur stóð ég frammi fyrir þannig ákvörðun. Þegar ég segi að „ég“ hafi staðið frammi fyrir ákvörðuninni er ég hins vegar að einfalda málið til muna, það hefði nefnilega líklega verið auðveldara að lifa með ákvörðuninni ef ÉG hefði í raun tekið hana ein og sjálf.

logo

Viltu skrá þig í samtökin eða verða að liði á einhvern hátt? Sendu okkur tölvupóst á netfangið valkostir@valkostir.is. Öll aðstoð er vel þegin.