Að eiga barnið

Það fylgir því oftast nær mikil gleði og hamingja að eignast lítið barn,   en barn krefst líka mikillar vinnu, ástúðar og tíma.

Smellið hér fyrir nánari upplýsingar

Gefa til ættleiðingar

Óski kona þess að ganga með barn og gefa það frá sér hefur hún um tvo kosti að ræða.

 
Smellið hér fyrir nánari upplýsingar

Fóstureyðing

Samkvæmt lögum þurfa stúlkur að fá samþykki foreldra sinna fyrir fóstureyðingu, ef þær ekki eru orðnar 16 ára gamlar.

Smellið hér fyrir nánari upplýsingar

Allar konur sem orðnar eru þungaðar án þess að hafa óskað þess hafa í raun þrjá valkosti:

Að eiga barnið
Að gefa barnið til ættleiðingar
Að fara í fóstureyðingu.

Valkostir vilja styðja við þungaðar konur, benda á úrræði þeim til handa og aðstoða þær í erfiðum aðstæðum, svo það reynist þeim auðveldara að ljúka meðgöngunni og fæða barnið sitt. Valkostir vilja styðja og leiðbeina konum á meðgöngu og eftir fæðingu. Með því að bjóða fram stuðning og aðstoð er von okkar sú að fleiri konum reynist auðveldara að ganga með og eignast börnin sín og það að eiga barnið verði raunhæfari valkostur fyrir konur í erfiðri stöðu. Valkostum finnst það réttlætiskrafa að samfélagið sjái til þess að allar konur hafi jöfn tækifæri til að fæða börnin sín óháð efnahag og félagslegum aðstæðum.

Allir eru velkomnir í samtökin sem vilja styðja við þennan hóp kvenna. Við störfum óháð pólitískum skoðunum og trúarsannfæringu.

Viltu skrá þig í samtökin eða verða að liði á einhvern hátt? Sendu okkur tölvupóst á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Öll aðstoð er vel þegin.

logo

Viltu skrá þig í samtökin eða verða að liði á einhvern hátt? Sendu okkur tölvupóst á netfangið valkostir@valkostir.is. Öll aðstoð er vel þegin.