1. Félagið  heitir  Valkostir  - ­Samtök  um  úrræði  við  ótímabærum   þungunum.
  2. Félagið  leitar  raunhæfra  valkosta  fyrir  konur  í  stað  fóstureyðinga.
  3. Tilgangur  félagsins  er  að  styðja  og  fræða  ófrískar  konur  í  erfiðri  stöðu  svo  það  verði  þeim  auðveldara  að  ákveða  að  ganga  með barnið/börnin.  
  4. Félagsmönnum  er  ljóst  að  sumar  konur  fara  í  fóstureyðingu  af  frjálsum  vilja.  Félagið  mun  ekki  hlutast  til  um  þeirra  val.  
  5. Samtökin  starfa  óháð  skoðunum  í  pólitík,  trúarsannfæringu  og  kyni.  
  6. Markmiðum  sínum  hyggst  félagið  ná  m.a.  Með  heimasíðu,  bæklingi  og  stuðningsneti.  
  7. Stjórn  félagsins  skal  skipuð  3-­7  kosnum  félagsmönnum.  Stjórn skiptir  sjálf  með  sér  verkum.  Stjórnin  er  kosin  til  eins  árs  í  senn  á  aðalfundi.  
  8. Stjórnarvinna  fer  fyrst  og  fremst  fram  á  samskiptasíðunni  facebook. Formlegir  stjórnarfundir  skulu  vera  haldnir  eigi  sjaldnar  en  tvisvar  á  ári.  
  9. Aðalfund  skal  halda  eigi  síðar  en  í  aprílmánuði  ár  hvert  og  skal  stjórnin  boða  til  hans  á  facebook  síðu  samtakanna  með  a.m.k.  Tveggja  vikna  fyrirvara.  
  10. Dagskrá  aðalfundar  er:
    1. Staða  mála  á  Íslandi  tengd  verkefnum  félagsins
    2. Lög  og  lagabreytingar  (ef  einhverjar  eru)
    3. Stjórnin  leggur  fram  skýrslu  og  reikninga  liðins  starfsárs
    4. Stefna  næsta  árs
    5. Kosið  í  stjórn,  kosning  skal  vera  leynileg
    6. Önnur  mál
  11. Tillögur  til  lagabreytinga  öðlast  því  aðeins  gildi  að  minnst  2/3 hlutar  greiddra  atkvæða  séu  þeim  fylgjandi.  
  12. Félagið  er  öllum  opið  sem  vilja  vinna  að  markmiðum samtakanna.  
  13. Stjórn  er  heimilt  með  sameiginlegri  ákvörðun  að  neita  fólki  um inngöngu  í  félagið,  svo  og  gera  félaga  brottræka  brjóti  þeir  alvarlega  gegn  félaginu  eða  lögum  þess.  
  14. Ákvörðun  um  slit  félagsins  verður  tekin  á  aðalfundi  með atkvæðum  2/3  þeirra  félaga  sem  sækja  fundinn.  Eigur  félagsins  renna   þá  til  góðgerðastarfs  sem  stjórnin  ákveður.
  15. Breytingar  á  lögum  þessum  þarf  að  samþykkja  á  aðalfundi,  þar   sem  aðeins  skráðum  félagsmönnum  er  frjálst  að  kjósa.  Ekki  er  hægt   að  breyta  tilgangi  félagsins  sjá  grein  2  og  3.
  16. Þessi  lög  félagsins  hafa  verið  samþykkt  á  stofnfundi  félagsins   sem  var  haldinn  5.  apríl  2012.

logo

Viltu skrá þig í samtökin eða verða að liði á einhvern hátt? Sendu okkur tölvupóst á netfangið valkostir@valkostir.is. Öll aðstoð er vel þegin.