Fyrir konu sem stendur frammi fyrir erfiðri ákvörðun en vill finna aðra leið en fóstureyðingu, getur það haft mikið að segja að fá innsýn í líf annarrar konu sem hefur staðið í svipuðum sporum.  Því er það okkur mjög dýrmætt að fá reynslusögur sem tengjast málefninu sem um ræðir.

Okkur vantar sögur frá konum sem hafa reynslu af eftirfarandi:

  1. Fór í fóstureyðingu vegna þrýstings frá öðrum, skorts á stuðningi eða annarra þátta. 
  2. Ákvað að eignast barnið þrátt fyrir erfiðar aðstæður,  skort á stuðningi eða annarra þátta sem gætu skipt máli. 
  3. Ákvað að gefa barnið til ættleiðingar.

 

Allar sögur eru nafnlausar.  Æskilegt er að sagan sé um 1/3 úr A4 blaðsíðu, gott er að eftirfarandi komi fram:

  • Hvað varstu gömul þegar þú varðst þunguð?
  • Hver var hjúskaparstaða þín?
  • Hvers vegna var erfitt að hugsa sér að eignast barnið?
  • Hver voru viðbrögð fólksins í kringum þig?
  • Hvað hafði áhrif á þá ákvörðun sem þú tókst?
  • Ertu með eftirsjá eða ertu ánægð með ákvörðunina sem þú tókst?

logo

Viltu skrá þig í samtökin eða verða að liði á einhvern hátt? Sendu okkur tölvupóst á netfangið valkostir@valkostir.is. Öll aðstoð er vel þegin.